28.02.1920
Efri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í B-deild Alþingistíðinda. (210)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Karl Einarsson:

Jeg stend upp að eins af því, að jeg á brtt. á þgskj. 185, en hafði annars hugsað mjer að láta málið afskiftalaust, að öðru en því, að greiða atkv. með því.

Jeg tel víst, að þessi hv. deild hafi ekki skift um skoðun frá því málið var hjet síðast til meðferðar, og muni því vilja setja það aftur í sama horf og það var þá, og ber jeg því fram till. í þá átt. Að vísu heyrði jeg einhvern segja í háttv. Nd., að við hefðum hjer látið hringla í okkur. En ef litið er á atkvæðagreiðslur þeirrar hv. deildar sjálfrar, þá virðast þessi ummæli koma úr hörðustu átt.

En bæði í þessari till. og þeirri till., sem jeg veit að háttv. 2. þm. G.-K. (B. K.) ætlar að bera hjer fram, um einn þm. fyrir Hafnarfjörð, virðist mjer felast svo mikil sanngirni, að sjálfsagt sje að samþykkja þær.