28.02.1920
Efri deild: 18. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 164 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

8. mál, þingmannakosning í Reykjavík

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg ætla ekki að vefengja rjettlætiskröfu Hafnarfjarðar til þess að fá sjerstakan þm. En jeg strika undir það með hv. 2. landsk. þm. (S. E.), að það geti stofnað frv. í hættu, verði till. haldið til streitu. Ef brtt. háttv. þm. Vestm. (K. E. ) gengur í gegn, eins og jeg býst við, þá þarf málið bráðlega að koma í Sþ. Jeg vona, að hv. 2. þm. G.-K. (B. K.) taki till. sína aftur; ella neyðir hann mig til að greiða atkvæði á móti henni, af ástæðu þeirri, er jeg gat um.