26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 175 í B-deild Alþingistíðinda. (252)

9. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Sveinn Björnsson):

Háttv. Ed. hefir gert eina breytingu við þetta frv. Það hefir ekki unnist tími til að ræða þá breytingu á fundi í stjórnarskrárnefndinni, en þar sem breytingin ekki felur í sjer neina efnisbreytingu, heldur er þannig vaxin, að deildinni hefir þótt betur fara að hafa ekki ákvæðin um stundarsakir í kosningalögunum frá 1915, og ekki þótt nauðsynlegt að hafa seinni hluta ákvæðisins. Jeg tel breytinguna til bóta og vænti því, að þessi hv. deild samþ. frv. óbreytt.