13.02.1920
Neðri deild: 3. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (256)

10. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Gísli Sveinsson:

Jeg vil styðja þá till., sem mjer heyrist að fram sje komin, að frv. verði vísað til fjárveitinganefndar. Þetta atriði er fjárspursmál að eins, launamál, og hugsanlegt væri, að fleiri slík mál kæmu fyrir þetta þing, og geri jeg ekki ráð fyrir, að skipuð verði sjerstök launanefnd. Jeg álít því rjett að vísa öllum launabóta- og launaveitingamálum, sem fram koma nú, til fjárveitinganefndar, sem væntanlega fær ekki mikið annað verkefni.