25.02.1920
Efri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í B-deild Alþingistíðinda. (280)

10. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Frv. þetta er stjórnarfrv., fram komið eftir ósk síðasta þings, og er komið hingað óbreytt frá hv. Nd. Efni frv. er, að hreppstjórar fái dýrtíðaruppbót eftir sömu reglum og aðrir starfsmenn landsins. Þar sem hjer er ekki um neitt stórfje að ræða fyrir ríkissjóð, en hins vegar er þetta sanngjarnt gagnvart hreppstjórunum, virðist nefndinni rjett að leggja til, að frv. verði samþ.