23.02.1920
Neðri deild: 10. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 191 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

12. mál, gullforði Íslandsbanka og bann við útflutningi á gulli

Frsm. (Jón Auðunn Jónsson):

Jeg get ekki svarað fyrirspurn hv. 1. þm. Reykv. (Sv. B.) öðruvísi en svo, að vjer höfum ekki rannsakað gullforða Íslandsbanka, en eftir upplýsingum þeim, sem vjer höfum fengið, held jeg að hann sje eitthvað 700,000–1,000,000, (Atvinnumálaráðh. S. J.: Já, það mun láta nærri), en það er fyrir utan verksvið nefndarinnar að rannsaka það. En af því að hv. 1. þm. Reykv. (Sv. B.) hefir gefið mjer ástæðu til að standa hjer upp aftur, vil jeg geta þess, að þetta mál gæti komið fyrir hv. þingdeild í sambandi við önnur mál, t. d. seðlaútgáfurjett Íslandsbanka, en ekkert hefir enn komið fram þess efnis, að þetta frv. mætti ekki ræða alveg sjálfstætt.