25.02.1920
Neðri deild: 12. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í B-deild Alþingistíðinda. (303)

12. mál, gullforði Íslandsbanka og bann við útflutningi á gulli

Forsætisráðherra (J. M.):

Það var minst á það í gær við 2. umr., að stjórnin hefði ekki sagt neitt frekar um málið þegar í byrjun. Þetta mál snertir mig ekki persónulega, og er jeg ekki vanur að blanda mjer að nauðsynjalausu í mál, sem aðrir ráðherrar samkv. embættisskyldu sinni fara með.

En jeg vil skýra frá því, í sambandi við ræðu hv. þm. Borgf. (P. O.) í gær, að bankaráð Íslandsbanka, sem jeg er formaður í, hefir fengið fyrirspurn um það frá bankastjórn Íslandsbanka, hvort það mundi ekki vilja hlutast til um, að rannsókn yrði hafin, eða málssókn, út af þessum skrifum hr. Jóns Dúasonar. Og mun bankaráðið taka málið til íhugunar og rannsóknar, til að fá frekari sannindi fram.