13.02.1920
Neðri deild: 3. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í B-deild Alþingistíðinda. (318)

13. mál, eftirlit með útlendingum

Bjarni Jónsson:

Eins og menn muna, bar jeg fram á síðasta þingi frv., sem miðaði í þá átt, að koma hjer á eðlilegri takmörkun á atvinnurekstri útlendinga og eftirliti með þeim. Eins og öllum ætti að vera ljóst, er það vandaverk mikið, og vænst hefði verið, að stjórnin hefði komið með lagabálk þessu viðvíkjandi. Hjer er ekki tími til að ræða þetta, og vil jeg að eins þakka það, sem fram er komið.

Jeg hefi þegar litið yfir það og finn ekkert sjerstakt við það að athuga, sje, að það er rjett, sem hæstv. forsætisráðherra (J. M.) sagði, að því svipi til þess, sem á sjer stað hjá nálægum þjóðum. Jeg stóð raunar ekki upp til að láta stjórninni neina viðurkenningu í tje, heldur til að minna á, að þessari löggjöf verði haldið áfram, uns hún er komin í það horf, sem við er unandi.

Rjett er, að nefnd athugi frv., og legg jeg það til, að því verði vísað til allsherjarnefndar.