17.02.1920
Neðri deild: 5. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (337)

14. mál, stimpilgjald

Fjármálaráðherra (S. E.):

Síðan jeg tók við fjármálastjórninni hefi jeg jafnan í þingbyrjun skýrt frá öllum fjárhag landsins, svo hið háa Alþingi gæti sem fyrst myndað sjer skoðun um hann og gætt þess, hvort meginstoðirnar undir fjárhagslegu sjálfstæði voru væru að veikjast eða styrkjast. Þingið kemur svo snemma saman í ár, að skýrsla þessi getur ekki orðið eins nákvæm og skyldi. Ýms gjöld, sem enn er ekki vitað um, geta enn fallið á árið 1919. Jeg verð því að slá enn fastari varnagla en áður um breytingar, sem geta orðið á bráðabirgðayfirlitinu yfir árið 1919, sem stjórnarráðið hefir samið og jeg legg hjer fram.

Bráðabirgðayfirlitið er á þessa leið:

Tekjur:

Ábúðar- og lausafjárskattur kr. 158,690

Húsaskattur — 27,165

Tekjuskattur — 691,014

Aukatekjur — 120,700

Erfðafjárskattur — 71,974

Vitagjald — 61,256

Leyfisbrjefagjöld — 12,589

Gjöld af Kínalífselixír .... — 21,166

Útflutningsgjöld — 423,605

Aðflutningsgjöld kr. 1,894,845

Vörutollur — 1,934,635

Pósttekjur — 182,784

Símatekjur — 805,000

Tekjur af Íslandsbanka .. — 140,200

Tekjur af Landsbankanum — 100,000

Óvissar tekjur — 17,673

Stimpilgjald — 1,108,532

Tekjur af fasteignum lands-

sjóðs — 32,503

Viðlagasjóðstekjur — 163,778

Ýmislegar greiðslur og end-

urgjöld — 7,725

Vextir og gengisávinningur á £ — 156,581

Vextir hjá landsverslun og eimskipum — 737,000

Greitt af skuld landsverslunarinnar — 3,000,000

Kr. 11,869,415

Útgjöld:

Greiðslur af lánum ríkissjóðs kr. 6,175,246

Til æðstu stjórnar ríkisins — 159,266

Alþingiskostnaður — 235,527

Dómgæsla og lögreglustjórn — 292,174

Útgjöld við læknaskipunina — 482,281

Samgöngumál — 1,393,383

Kirkju- og kenslumál — 399,536

Til vísinda,bókmenta og lista — 175,358

Til verklegra fyrirtækja .. — 276,327

Til skyndilána og lögboðinna

fyrirframgreiðslna — 12,056

Eftirlaun og styrktarfje .. — 102,409

Óviss útgjöld — 357,338

Fjárgreiðslur samkv. lögum, fjáraukalögum og þingsályktunum — 1,392,175

Endurborgað fje — 16,532

Tekjuafgangur — 399,107

Kr. 11,869,415

Tekjurnar á árinu 1919 nema samkv. bráðabirgðayfirlitinu .... kr. 11,869,415

En í þeirri upphæð felst endurgreiðsla á skuld landsverslunar kr. 3,000,000

Hinar eiginlegu tekjur ársins verða því kr. 8,869,415

Gjöldin nema kr. 11,470,308

En í þeirri upphæð felast ýmsir liðir, sem rangt væri að telja til venjulegra útgjalda, eins og: a) greiddar eftirstöðvar af 6. milj. láninu hjá dönskum bönkum, kr. 1,500,000, b) greitt af skuld úr ríkissjóði Danmerkur kr. 1,330,000, c) víxill í Íslandsbanka, kr. 500,000, d) greitt af lánum hjá botnvörpungaeigendum kr. 1,170,000, samtals kr. 4,500,000

Mismunur kr. 6,970,308

en það eru hin eiginlegu útgjöld ársins, en framangreindar þrjár greiðslur, sem minka skuldir landssjóðs um 4½ miljón krónur, geta, eins og áður hefir verið tekið fram, engan veginn talist undir venjuleg útgjöld. Í raun og veru er enn einn liður í útgjöldunum, sem tæplega getur talist undir venjuleg árleg útgjöld, en það er afföllin af 4½ miljóna láninu, sem stjórnin tók síðasta sumar og námu 405 þús. kr., sem eiginlega átti að dreifa á fleiri ár, en sú greiðsla gerir lánið framvegis að hreinu 5% láni, en greiðsla þess er þó talin hjer í hinum eiginlegu útgjöldum.

Tekjurnar 1919 voru áætlaðar í fjárlögunum kr. 2,422,325, og hafa því farið fram úr áætlun um kr. 6,447,090, eða eru allmiklu meira en þrefaldaðar.

Einstakir tekjuliðir hafa farið fram úr áætlun eins og hjer segir:

Ábúðar- og lausafj.skattur kr. 83,690

Húsaskattur — 12,665

Tekjuskattur kr. 641,014

Aukatekjur — 50,700

Erfðafjárskattur — 63,974

Vitagjald — 11,257

Leyfisbrjefagjald — 5,589

Gjald af Kínalífselixír ... — 1,116

Útflutningsgjald — 273,605

Aðflutningsgjald — 1,019,845

Vörutollur — 700,000

Pósttekjur — 2,784

Símatekjur — 470,000

Íslandsbanki — 129,200

Landsbankinn — 70,500

Nýir tekjuliðir, sem ekki voru áætlaðir:

a. Stimpilgjald kr. 1,108,532

b. Tunnutollur — 1,000,000

Enn fremur gengismunur af fje, sem stjórnin á í bönkum kr. 158.581

Útgjöldin voru áætluð í fjárlögunum á árinu kr. 2,681,776,24, en hin eiginlegu útgjöld námu kr. 6,970,308. Útgjöld hafa því farið fram úr áætlun um kr. 4,289,531,76.

Yfir áætlun hafa aðallega þessir útgjaldaliðir verið:

Afborganir og vextir .... kr. 1,134,258

Til æðstu stjórnar — 66,366

Alþingiskostnaður — 109,527

Dómgæsla — 200,179

Læknaskipun — 181,665

Samgöngumál — 493,783

Óviss útgjöld — 317,338

Útgjöld samkv. fjáraukal.,

þingsál. o. fl. — 1,392,175

Tekjurnar eru því þannig: kr. 8.869,415 - útgjöldum, kr. 6,970,308. Tekjuafgangur kr. 1,899,107.

Árið 1919 hefir verið óvenjulega gott. Þess ber þó að gæta, sem jeg tók fram i byrjun, að enn þá geta komið útgjöld, sem falla á þetta ár, en þótt þau væru áætluð um 400,000 kr., þá yrði þó tekjuafgangur af árinu um 1,400,000. Jeg gerði ráð fyrir því á síðasta þingi, að á árinu mundi verða halli, og rjeð það af því, að jeg vissi, að útgjöldin mundu verða meiri en á árinu 1918, en þá voru þau fram yfir áætlun um 3½ miljón. Þetta hefir og reynst svo, en tekjurnar, sem jeg bjóst við að mundu verða drjúgar, sbr. ræðu mína, er jeg lagði fyrir fjárlagafrumvarpið 1918, hafa farið langt fram yfir það, sem jeg bjóst við. Vjer erum því enn á þeirri rjettu braut, ársbúskapurinn hefir borgað sig vel. En þá búskaparaðferð verðum vjer að innleiða að fullu og hvergi víkja frá henni.

Skuldir vorar fyrir stríðið voru hjer um bil 2,100,000 kr. Skuldir vorar 31. desember síðastliðinn voru eins og hjer segir: Lán úr ríkissjóði Danmerkur 1918 kr. 166,666,64

Lán hjá dönskum bönkum, samkv. lögum nr.

14, 9. júlí 1909 .... — 975,000,00

Lán hjá lífsábyrgðar-

stofnuninni í Khöfn

1912 — 195,833,30

Lán hjá dönskum bönk-

um 1912 — 266,666,67

Lán til ritsíma 1913 .. — 444,622,77

Lán til ritsíma hjá Lands-

banka 1916 og 1918 — 166,200,00

Lán til ritsíma 1917 .. — 480,674,52

Lán til skipakaupa hjá

Handelsb. 1917 .... — 1,600,000,00

Lán hjá dönskum bönk-

um 1919 — 4,500,000,00

Lán hjá Landsb. 1918 . . — 500,000,00

Lán hjá Íslandsb. 1918 — 1,000,000,00

Lán hjá íslandsb. 1918 — 900,000,00

Lán hjá íslenskum botn-

vörpueigendum — 1,319,333,35

Lán hjá háskólasjóði Ísl. — 1,000,000,00

Lán hjá ríkissjóði Dan-

merkur — 1,165,956,91

Kr. 14,680,954,16

Mismunur kr. 12,580,954,16

Af þessum mikla mun hafa verið dregnar ýmsar mjög einkennilega ákveðnar ályktanir á þá leið, að vjer værum að sökkva niður í skuldafen, en því hefir verið gleymt, að þessi lán standa að mestu í ýmsum landsfyrirtækjum, seni komið hefir verið af stað vegna stríðsins og óðfluga verða dregin aftur inn í landssjóð.

Má þar nefna inneignir landssjóðs í landsversluninni kr. 6,000,000

Dýrtíðarlán — 170,038

Skipin að ákvæðisverði .... — 3,083,000

Sjóðir við áramót um .... — 1,800,000

Samtals 11,053,038

Sjóðurinn er stærri, en bráðabirgðalán, sem tekið var hjá innflutningsnefnd, 1,300,000, hefir ekki verið talið í lánunum, en hins vegar dregið frá sjóðseigninni.

Mismunurinn er þá um 1,527,916.16. Upp í þá upphæð koma tekjur af síld og fleira, væntanlega um 500,000.

Eftir stæði þá um 1,000,000, en illa fer ef landsverslunin gefur ekki þann ágóða að lokum — og yrðu þá skuldirnar eftir stríðið raunverulega ekki meiri en fyrir stríðið. Auðvitað má geta þess, að 1914 áttum við um 900 þús. krónur í sjóði, en hins vegar er að líta á það, að vjer höfum bæði lagt fje í Landsbankann og aukið eignir vorar á annan hátt. Rjett er og að geta þess, að kola- og saltskuld landsverslunarinnar er hjer ekki tekin til greina, en samkvæmt ráðstöfunum síðasta þings hafa verið gerðar sjerstakar ráðstafanir til þess að vinna hana upp. — Þetta, sem hjer er sagt, ætti að vera fullnægjandi til að gerhrekja þær staðhæfingar, sem komið hafa fram, þó ótrúlegt megi þykja, um það, að landið væri á leiðinni til að verða gjaldþrota. Af því að jeg lít svo á, að það sje skylda mín að vernda lánstraust landsins gegn óheilbrigðum árásum, þá vil jeg, þó mjer sje það ekki ljúft, víkja fáeinum orðum að síðustu fjármálagrein herra candídats Boga Melsteds í „Lögrjettu“, af því að sú grein er þó undirbygð með tölum. En þau ummæli munu alls ekki á neinn hátt snerta þær mínútur, sem mjer eru sendar handan um hafið; jeg mun skoða þær sem einkaeign mína og á engan hátt blanda þeim inn í stærsta viðfangsefni hverrar þjóðar, ekki síst á þessum tímum — fjárhaginn. Hr. B. M. gagnrýnir fjárhagsyfirlit það, er stjórnarráðið hefir samið fyrir 1917, og segir, að í því sjeu taldar eignir, sem ekki sjeu arðberandi, eins og geðveikrahælið Kleppur, holdsveikraspítalinn o. s. frv. Þó eignir þessar sjeu ekki arðberandi í eiginlegum skilningi, þá væri hrein fjarstæða að undanskilja þær frá eignayfirliti ríkisins. Í eigna- og skuldayfirliti því, er fylgir t. d. ríkisreikningi Dana, eru taldar samskonar eignir, og þarf ekki annað en líta á það yfirlit. Þar eru talin t. d. geðveikrahæli, hegningarhús, tollbyggingar, innanstokksmunir sjúkrahúsa, hallir, skemtigarðar, landbúnaðarsafnið, embættisbústaðir, púðurgerðarhúsið o. s. frv., og sama mun eiga sjer stað í eignayfirlitum annara ríkja. Sjerstaklega minnist B. M. á, að Hvanneyri og Hólar í Hjaltadal og prestssetrin sjeu talin með yfirlitinu. Sem dæmi upp á, hve varlega er áætlað, eru Hvanneyri og Hólar með öllu tilheyrandi, búi og öllu, virt á 120 þúsund krónur. Ætli að það yrðu ekki margir kaupendur að þessum jörðum fyrir það verð, og þá er það að líkindum ekki hærra verðið á prestssetrunum. Jeg þykist því geta slegið því föstu, að með upptalningu þessara eigna í eigna- og skuldayfirliti ríkisins sje farin sama leiðin og hjá öðrum þjóðum, og ef vjer hugsum okkur nokkurn samanburð á hag þeirra og vorum, þá verður að telja samskonar hluti þar upp. Jeg skal svo ekki víkja nánar að þessu atriði. En nú mun jeg snúa mjer að því höfuðatriði í grein B. M., þar sem hann segir, að skuldir landssjóðs sjeu hjer um bil 2 miljónum meiri en arðberandi eignir hans. Að þessari niðurstöðu kemst höfundurinn með því að telja tekjumegin eignir ríkisins 1917, en gjaldamegin skuldir 1918. En það er ljósara en frá þurfi að segja, að ef gera á upp hag ríkisins eða fjelags eða einstaks manns, þá verður sú leið aldrei farin. Í þessu sjerstaka tilfelli kemur þetta mjög illa niður, þar sem eignir ríkisins 1918 jukust við það, að mikið af lánum þeim, sem var bætt við á því ári, varð að inneign landssjóðs í landsversluninni. Eignir ríkisins 1917 voru samkvæmt yfirliti stjórnarráðsins 28,411,714.28, en eignir ríkisins 1918 voru samkvæmt yfirliti stjórnarráðsins, sem fylgir landsreikningunum, kr. 33,452,944.20. Þessi mismunur stafar aðallega af því, að inneign landssjóðs í landsversluninni var 1917 5,660,659.05, en 1918 9,111,517.80 —, en að inneignin sje arðberandi efast enginn um, enda fær landssjóður árlega vexti af henni, en auk þess var landsverslunin búin að greiða um síðastliðin áramót 3 miljónir af skuldinni. Hver sem vill gera upp hag landssjóðs verður því að taka eignirnar og skuldirnar hvorttveggja frá sama árinu.

Ef litið er nú á skýrslu þá um eignir og skuldir 1918, sem fylgir landsreikningunum 1918, og teknar eru þar að eins ótvírætt arðberandi eignir, en húsum og lóðum slept, þá verða þær þannig:

Í sjóði 31. des. 1918 .... kr. 1,747,183.32

Sjóðir — 6,898,779.04

Verðbrjef — 1,830,100.00

Jarðeignir — 2,170,773.00

Shnakerfin — 2,545,000.00

Skip — 3,021,967.89

Inneign í landsversl. ... — 9,111,517.80

Varasjóður landsversl. .. — 1,220,923.15

Samtals kr. 28,546,244.20

Um lið 6 (skip) er það að segja, að engum getur dottið annað í hug en telja skipin arðberandi á þessum tímum, sbr. og reikninga þeirra. Að vísu er gróði skipanna á pappírnum minni fyrir það, að tapið á strandferðunum hefir verið nálega alt fært þeim til útgjalda. Skipin eru nú í góðu lagi, og viðgerð á Borg kostaði um 350 þúsund kr. Um lið 8 (varasjóð landsversl.) má segja, að enn sje ekki víst, að hann verði að eign, þó jeg búist við því, þegar búið er að vinna upp kol og salt á þann hátt, sem Alþingi hefir ákveðið, en þó sá liður væri dreginn frá, þá væru þó arðberandi eignir um 27,375,321.05. Hjer er húsum og lóðum slept, og mundi þó íslenska ríkið finna það, hvort þær eignir eru ekki arðberandi, ef það ætti að leigja hús fyrir stjórn, Alþingi og opinberar stofnanir. En þó arðberandi eignir væru að eins

taldar kr. 27,325,321.05

og skuldir 1918 væru

dregnar frá — 19,629,493.34

þá stæðu þó eftir — 7,695,827.71

fram yfir skuldir, en það verður allmikið önnur niðurstaða en hr. B. M. kemst að í Lögrjettugrein sinni. Að öðru leyti vísa jeg til skýrslunnar um eignir og skuldir 1918, sem fylgir landsreikningunum, er sýnir 13,822,450.86 meiri eignir en skuldir, en skýrslan yfir 1919 er ekki tilbúin og getur ekki orðið tilbúin fyr en landsreikningurinn er tilbúinn, en þar sem árið 1919 hefir verið óvenjugott, liggur í hlutarins eðli, að niðurstaðan í eignaskýrslunni verður betri fyrir þetta ár en fyrir 1918.

Jeg veit, að í raun og veru þarf jeg ekki að taka þetta fram vegna hins háa Alþingis. Því eru strax ljósar skekkjur þær, sem standa í nefndri grein, en þjóðin, sem ekki hefir eins gott tækifæri til þess að fylgjast með fjárhagnum eins og hv. alþingism., á kröfu til þess, að stjórnin á hverju ári greiði sem best og skýrast úr þeim málum fyrir hana, og ekki er það nú síst nauðsynlegt, þar sem landsstjórnin nú býður út fyrsta innlenda lánið, sem jeg mun víkja síðar að.

Jeg veit, að hjer í þessum sal er öllum ljóst, að gjaldþrotakenningin er sú hin mesta fjarstæða, sem lengi hefir komið fram um fjárhag vorn. Hjá íslenska ríkinu eru nú engir fjárhagsörðugleikar fyrir ríkissjóðinn. Lán vor í útlöndum eru til langs tíma með góðum kjörum, og sum með ágætum kjörum. Síðasta lánið, 4½ milj. kr., var stórheppilegt fyrir oss. Síðan það var tekið hefir dregið sorta yfir peningamarkað heimsins, lánskjörin orðið margfalt örðugri og ef til vill nálega ómögulegt að fá lán nú í öðrum löndum, nema þá ef til vill í Ameríku, en þó slík lán fengjust, mundu þau verða afardýr. Það er því víst, að Ísland verður nú að treysta á sig sjálft í fjármálunum. Stjórnin hefir nú boðið út 3 milj. kr. lán innanlands með 5½% vöxtum og 96 kr. gengi. Kjör þessi eru góð fyrir landið, þegar tekið er tillit til þeirra tíma, er vjer nú stöndum á, og kjör þessi eru einnig mjög aðgengileg fyrir landsins börn, sem vilja geyma fje sitt í tryggum verðbrjefum.

Lán þetta er ekki tekið vegna þess, að ríkissjóður sje í fjárþröng, ekki til þess að greiða skuldir hans, en lán þetta er tekið til þess að koma ýmsum stórfyrirtækjum innanlands í framkvæmd. Geðveikrahæli verður að byggja, svo og hús á Eiðum og Hvanneyri; brýr þarf að byggja, t. d. á Jökulsá og Eyjafjarðará; einnig á þetta lán að fara til þess að hrinda áfram stærsta landbúnaðarfyrirtæki, sem enn hefir verið hugsað um á Íslandi, Flóaáveitunni. Bankarnir báðir hafa lofað að ábyrgjast að tryggja alt að 2 milj. af láninu, ef á þyrfti að halda, og gera þeir að skilyrði, að 1 miljón af láninu fari til Flóaáveitunnar. Það eru fleiri en þeir, sem austanfjalls búa, sem fylgja þessu fyrirtæki með athygli. Ef það hepnast vel, sem vjer vonum allir, þá vinnum vjer þar einhvern hinn stærsta sigur fyrir landbúnaðinn, sem unninn verður, og hann mundi verða til þess að gefa þessum öðrum atvinnuvegi vorum byr undir báða vængi. Á því ríður um fram alt, að hin nýja stjórn, sem fer með þetta mál, tryggi, að það verði framkvæmt á sem allra öruggastan og hagkvæmastan hátt, og enn fremur að fela forustu þess fjölhæfum manni, sem næga sjerþekkingu hefir. Stjórnin treystir því, að þessu lánboði verði tekið vel í þessu landi, þessu láni, sem eingöngu er tekið til innanlandsframkvæmda. Stjórnin er þakklát bönkunum hjer fyrir, hve vel þeir hafa tekið í lánið, og finn jeg skyldu mína að taka það hjer fram.

Jeg minni á það hjer, að stundum hefi jeg þótt mála fjárhaginn allsvartan hjer á þinginu, en jeg bið um leið, að það sje athugað, að jeg þegar á síðasta þingi tók það fram, að jeg líti svo á, að ríkissjóður væri sloppinn eftir öllum vonum vel út úr stríðsrótinu, en það, sem allar mínar áhyggjur snerust um, var það, að jeg kveið því, að halli mundi verða á árunum, sem fram undan eru, og því ári, sem nú er lokið, en það er óneitanlega ískyggilegra en jafnvel sjálfur stríðshallinn, þó einhver yrði. Nú hefir það farið svo, að niðurstaðan af síðasta ári hefir verið góð, og nú verður það að fara svo, að niðurstaðan af árunum 1920 og 1921 verði á þá leið, að vjer stöndum hallalausir eftir þau. Samkvæmt fjárlögunum er tekjuafgangur af þessum árum, sem nemur kr. 764,755.98, en þá eru ekki taldar með þær hjer um bil 2 miljónir, sem launalögin hafa hækkað laun embættismanna frá því, sem þau voru. Raunverulegi hallinn er því kr. 1,235,244.02. Nú hefir stjórnin samkvæmt tillögum landssímastjóra hækkað símatekjurnar, og mun sú hækkun nema um 250,000 kr. á ári eða 500,000 á fjárhagstímabilinu. Hallinn er því hjer um bil 700,000, en ef frv. stjórnarinnar, sem hjer liggur fyrir, nær að ganga fram, þá ættu fjárlögin að verða hallalaus. Þetta er það mark, sem vjer verðum að setja okkur, og stjórnin treystir því, að þingið sje henni sammála um, að hjer eigi beinlínis að innleiða þá meginreglu, að láta búskapinn bera sig árlega. Að því er þetta skattafrv. snertir, þá geri jeg ráð fyrir, að allir geti orðið sammála um, að rjett sje að leggja skatt á óhófsvöru, en um hitt verður fremur deilt, hvort rjett sje að leggja stimpilskattinn á allar aðfluttar vörur. Rjett þykir mjer að geta þess, að í raun og veru gætir þessa skatts lítið á nauðsynjavörunum, hann er svo smár, en hans gætir mikið í landssjóðnum, auk þess sem hann á að eins að ná til áramóta 1921, en fyrir þann tíma á að vera búið að endurskoða alla skattalöggjöfina, og er nú þegar byrjað á þessari endurskoðun, og hefir stjórnin kosið til þess starfs með sjer tvo hagfræðinga, og hefir svo hugsað um að bæta við tveim mönnum með praktískri þekkingu til þess að endurskoða þessi mjög svo þýðingarmiklu mál, en mjer virtist rjett, að láta bíða að tilnefna þá menn, svo næsta stjórn eigi kost á að velja þá eftir sínu höfði, en það virðist rjettmætt, því sú stjórn á að bera fram hina endurskoðuðu skattalöggjöf. — Jeg sje ekki ástæðu til, að svo stöddu, að fara nánar inn á þetta skattafrumvarp; vil leyfa mjer að leggja til, að því verði, að afloknum umræðum, vísað til fjárhagsnefndar.

Að lokum vil jeg svo segja þetta. Ástæðan til þess, að stjórnin getur skilað fjárhagnum svo vel úr höndum til næstu stjórnar, er meðal annars hin góða samvinna milli þingsins og stjórnarinnar um skattamálin. Þingið hefir skilið hina brýnu þörf á því að afla landinu tekna, og hefir látið hina eðlilegu óánægju, sem fylgir hverju nýju skattafrumvarpi, eins og vind um eyrun þjóta. Sannleikurinn mun nú einnig vera sá, að stjórnmálamennirnir verða að lokum ekki dæmdir eftir því, hvað margar hnútur hafi fallið í garð þeirra, eftir því, hvað miklar tilraunir hafi verið gerðar til að sverta þá og gera lítið úr þeim, heldur eftir þeirri niðurstöðu, sem er ávöxtur af starfsemi þeirra. Mitt síðasta orð verður nú það, sem jeg vona að verði fyrsta orð hins næsta fjármálaráðherra: Vakið yfir því, að landsbúskapurinn beri sig árlega, og gleymið ekki, að íslenska þjóðin, í fjármálunum eins og í öllu öðru, verður aðallega að læra að treysta á sig, og sig eina, því sjálfs er höndin hollust.