10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (34)

Rannsókn kjörbréfa

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg er að ýmsu leyti ósamþykkur frsm. kjörbrjefanefndar 2. deild. (G. Sv.). Mjer skildist hann leggja það til, að kosning hv. þm. N.-Þ, (B. Sv.) yrði tekin gild fyrst um sinn, en síðan ætti að athuga gögnin. Þetta kom ekki til máls í nefndinni, meðan jeg var á fundi, heldur var þá gert ráð fyrir að taka kosninguna gilda, án frekari athugunar, þar sem hv. þm. (B. Sv.) hefði boðið sig fram í tæka tíð. En hins vegar virðist mjer ástæða til, að Alþingi beini því til stjórnarinnar, að öllum fyrirmælum verði hjer eftir fylgt um útbúnað kjörbrjefa.