10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 33 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjörbrjefadeildar (Gísli Sveinsson):

Það var rjett hjá háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.), að jeg tók ekki galla þessa sjerstaklega alvarlega og það gerði kjörbrjefadeildin ekki heldur. Hún er þess fullviss, þangað til annað kemur í ljós, að þm. (B. Sv.) hefir boðið sig rjettilega fram. Þess vegna hefir hún lagt það til, að kosningin verði tekin gild, þó að sá formáli fylgi, að gögnin komi fram. Það er hugsanlegt, að slíkt sem þetta gæti gleymst.