24.02.1920
Efri deild: 9. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

17. mál, gjöld til holræsa og gangstétta í kaupstöðum

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg vil ekki að þessu sinni beinlínis leggjast á móti því, að leyft verði að taka þetta mál fyrir eða önnur þau, sem eins er á komið með. En mjer virðist þó óviðkunnanlegur og jafnvel skaðlegur allur sá mikli hraði, að jeg ekki segi flaustur, sem er á öllum störfum þingsins, og þess er vart að vænta, að öll þau mál, sem þannig er þyrlað inn á þingið, verði lesin langt ofan í kjölinn með þessu lagi. Væri því öll ástæða til að athuga það, hvort ekki mætti leggja einhverjar hömlur á það, að málunum sje dembt svo hlífðarlaust inn. því ýms mál hljóta að bíða hnekki við það.