10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 3. kjörbrjefadeildar (Magnús Guðmundsson):

Það er að eins stutt athugasemd. Það er ekki rjett frá skýrt, að jeg hafi sagt, að ekkert lægi fyrir um, að frekari gögn væru til, því að jeg tók það fram, að kæran gæfi þetta í skyn, en þetta er ekkert stutt af þeim skjölum, sem henni fylgja. Hvað þessi frekari gögn snertir, þá þykir mjer það undarlegt, ef þau koma ekki fram, og ekki er heldur ástæða til að fella neitt undan af þeim, ef þau eru til

hjer á staðnum, og jeg býst við, úr því að háttv. þm. (B. Sv.) hefir átt tal við kæranda, að hann hefði átt að geta fengið þau hjá honum. Enginn hefir heldur hreyft því, það ekki væri rjett að láta fram fara rannsókn í þessu máli, en af því að enginn gögn liggja fyrir um, að frambjóðandinn hafi gert sig sekan um neitt aðfinsluvert, þá verður eitthvað meira að koma fram en órökstuddar dylgjur af hálfu vonsvikins mótstöðumanns, til þess að hægt sje að ónýta kosninguna.