10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í B-deild Alþingistíðinda. (53)

Kosning til efri deildar

Stóð þá upp Sveinn Ólafsson, 1. þm. S.-M., og mótmælti kosningu sinni til Ed., taldi þetta brot á þingsköpum, þar sem hann hefði verið settur á lista í heimildarleysi og án þess, að hann hefði verið að spurður. Krafðist hann þess, að sameinað þing skæri úr því með atkvæðagreiðslu, hvort slík aðferð gæti samrýmst anda þingskapanna.