10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (54)

Kosning til efri deildar

Sveinn Ólafsson:

Jeg vil leyfa mjer að taka það fram, út af ummælum hv. 6. landsk. þm. (G. B.), að þótt þingsköpin geri ráð fyrir, að þetta sje leyfilegt, þá fer það í bága við anda laganna. Þeim, sem sömdu þingsköpin, hefir áreiðanlega ekki komið til hugar, að svona væri farið aftan að siðunum. Þetta er af hrekkvísi gert, og slík framkoma á engan rjett á sjer. Aðstandendur B-listans gátu auðveldlega bent á menn úr sínum hópi, og það hefði þeim sæmt betur en þetta laumuspil. En vitanlega er mjer og öðrum hv. þm. ljóst, hvað hjer liggur að baki.