10.02.1920
Sameinað þing: 1. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (58)

Kosning til efri deildar

Sveinn Ólafsson:

Það liggur í augum uppi, að þegar þingflokkar ákveða menn til Ed., þá velja þeir þá menn sína til þess, sem þeim eftir meðferð málanna þykir hentast að hafa þar. Enginn vill víst mótmæla því, að flokkur sá, sem jeg tel mig til, hafi meiri rjett til að benda á mann úr þessum flokki í þessu skyni en lausamenn þeir, sem hjer hafa rænt nafni mínu á lista. Fyrir flokksins hönd lýsi jeg því yfir, að hann krefst skifta á mönnum og nefnir til í minn stað Einar Árnason 2. þm. Eyf. Legg jeg undir úrskurð hæstv. forseta ákvörðun um þetta.