26.02.1920
Neðri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 359 í B-deild Alþingistíðinda. (674)

35. mál, rannsókn á innsiglingu að Kaldrananesi og víðar

Þórarinn Jónsson:

Jeg vildi leyfa mjer að skjóta því til hæstv. stjórnar, í sambandi við þingsál. till., að láta rannsaka það, hvort ekki væri tiltækilegt að gera höfn við Húnaflóa. Þykir mjer það helst athugavert, að ákveðnir staðir eru þar tilgreindir, og vildi jeg, að rannsókninni yrði svo hagað, að verkfræðingar kyntu sjer einnig aðra staði en þá, sem teknir eru fram í tillögunni, eða alla þá staði, sem þeim þykir geta komið til greina.

Öllum kunnugum kemur saman um það, að hafnleysið stendur bygðunum, er liggja að Húnaflóa, mjög fyrir þrifum, og þá einkum austurhlutanum.

Jeg hefi átt tal við verkfræðinga um þetta mál, og get sjerstaklega getið þess um einn þeirra, að hann taldi ef til vill rjettara að gera tilraun á öðrum stöðum en þeim, sem getið er um í tillögunni.

Þetta treysti jeg að hæstv. stjórn taki til greina.