26.02.1920
Neðri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 369 í B-deild Alþingistíðinda. (682)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg ætla að eins að beina örfáum spurningum til hv. frsm. fjárveitinganefndar (M. P.). Í fyrsta lagi vil jeg spyrja hann, hvort ekki sje meiningin með þessari till., að hún eigi að eins að gilda fyrir árið 1920. Í öðru lagi, hvort fjárveitingin til sendimanns á Ítalíu sje ekki miðuð við árslaun, og í þriðja lagi, hvort ætlast sje til, að 2 menn verði þetta ár af Íslendinga hálfu þar syðra, því að nú er ráðunautur Fiskifjelags Íslands þar. Þá vil jeg og beina þeirri spurningu til hans (M. P.), hvort nefndin ætlist til, að stjórnin skifti uppbótinni til starfsmanna Búnaðarfjelagsins því að hingað til hefir það verið tíska að láta fjelagið sjálft hafa það með höndum.