26.02.1920
Neðri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 384 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Pjetur Ottesen:

Jeg ætla ekki að fara í meting við hv. þm. Dala. (B. J. um það, hvor okkar sje meiri reikningsmaður. En jeg bíð rólegur eftir úrskurði reynslunnar um kostnaðarhlið þessa máls. Hún sýnir það, hvor okkar hefir rjettara fyrir sjer. Jeg held, að hv. þm. Dala. (B. J.) sje best að bíða með að bretta sig þangað til sú reynsla er fengin. En út af því, sem hv. þm. Dala. (B. J.) sagði áðan, að hann skyldi taka að sjer sendiherrastöðuna með þessum launum, þá býður hann þetta af því einu, að hann veit það upp á hár fyrirfram, að hann verður aldrei til þess kjörinn.