28.02.1920
Efri deild: 17. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í B-deild Alþingistíðinda. (730)

49. mál, dýrtíðaruppbót og fleira

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Með tilliti til þess, hversu áliðið er orðið þingtímans, skal jeg ekki halda langa ræðu, og get því ekki svarað öllu því, sem að nefndinni hefir verið beint. Þó vil jeg undirstrika orð hv. þm. Snæf. (H. St.) um það, að styrkurinn í 8. lið hefði þurft að vera helmingi hærri. En undarlega kemur mjer það fyrir sjónir, að menn skuli þurfa að vera á móti þessu, sem þar er gert ráð fyrir, þó að ekki sje fullnægjandi, fyrst menn viðurkenna þörfina. Yfirleitt finst mjer það heppilegasta lausnin í þessu skipastyrksmáli, að láta stjórnina fá til umráða ákveðna upphæð, sem hún síðan ráðstafi, og sje jeg ekki annað en að henni ætti að vera fulltreystandi til þess.

Vona jeg svo, að hv. deild leyfi máli þessu fram að ganga, þó að jeg geti ekki, með tilliti til þess, hversu áliðið er orðið þingtímans, sem fyr segir, rökrætt þetta nánar.