27.02.1920
Neðri deild: 17. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 433 í B-deild Alþingistíðinda. (762)

60. mál, vöruvöndun

Jakob Möller:

Háttv. þm. Ak. (M. K ) drap á breytingarnar við síldarmatslögin, sem voru samþykt á síðasta þingi. Um þær breytingar var alls ekki farið eftir tillögum síldarmatsmanna, enda eru þær, að dómi síldarmatsmanna, algerlega ófullnægjandi.

Að eitthvað sje bogið við lögin, má ráða af dæmi, sem mjer er kunnugt um. Íslenskur útgerðarmaður einn seldi nýlega 1000 tunnur af síld, er hann átti liggjandi í Kaupmannahöfn; við söluna voru skoðaðar 280 af þessum 1000 tunnum, og reyndust að eins 20 af þessum 280 sæmileg verslunarvara. Virðist af þessu mega draga þá ályktun, að síldarmatslögunum sje meira en lítið ábótavant. Jeg vil því leggja sjerstaka áherslu á, að síldarmatslögin verði tekin til rækilegrar athugunar.