17.02.1920
Efri deild: 5. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í B-deild Alþingistíðinda. (820)

24. mál, varnir gegn spönsku innflúensusýkinni

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get ekki búist við, að málið skýrist mikið við lengri umræður. Það er ekki til þess fallið að deila um hjer, um það t. a. m., hverjar reglur eða varnir skuli setja. Skoðanirnar eru svo mismunandi, að umræðumar verða síður en svo til leiðbeiningar. Jeg get ekki sjeð, að annað liggi fyrir en að samþykkja till. og setja hana ef til vill í nefnd. Annars verður stjórnin að fara eftir till. fróðra manna um, hvað gera skuli. Hvað Lagarfoss viðvíkur, þá var hann farinn áður en grunur kom um, að veikin væri komin hingað, enda mun það athugað, hvernig fara skuli með hann á Ísafirði. Einnig mun stjórnin gera það, sem þarf, hvað viðvíkur bátnum, sem fór til Eyjanna.