26.02.1920
Neðri deild: 14. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 494 í B-deild Alþingistíðinda. (84)

Stjórnarskipti

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get ekki verið samdóma hv. þm. Dala. (B. J.) í þessu atriði. Jeg álít, að Ísland eigi að ganga í þjóðabandalagið, en auðvitað ekki nema með samþykki hins háa Alþingis. Ef önnur Norðurlönd ganga í það, þá hygg jeg, að Ísland eigi að ganga í það, nema menn óski þess, að það verði þar skoðað sem áhangandi Danmörku.