01.03.1920
Sameinað þing: 7. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í B-deild Alþingistíðinda. (93)

Þinglausnir

forseti:

Þótt þing þetta hafi að eins verið stutt aukaþing, mun það lengi í minnum haft, með því að það hefir af Alþingis hálfu lagt síðustu hönd á hina fyrstu stjórnarskrá konungsríkisins Íslands. Jeg veit, að jeg tala fyrir munn allra þingmanna, er jeg læt í ljós þá ósk mína og von, að stjórnarskrá þessi reynist landinu giftudrjúg, og að íslenska þjóðin megi taka miklum og skjótum framförum í siðmenningu og verklegum efnum í skjóli hennar.

Loks vil jeg leyfa mjer að óska hv. þm., er heima eiga utan Reykjavíkur, góðrar heimferðar og gleðilegrar heimkomu, og oss öllum þess, að vjer megum allir hittast aftur á næsta reglulega Alþingi heilir og kátir.