28.02.1920
Neðri deild: 19. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (930)

57. mál, peningamálanefnd

Pjetur Ottesen:

Mjer blandast ekki hugur um það, að þetta er alvarlegt mál. En það er mála sannast, að með þessu flaustri er ekki til þess að ætlast, að hv. þm. geti skapað sjer ákveðnar skoðanir í málinu. Þess vegna vildi, jeg leyfa mjer að bera fram svo felda rökstudda dagskrá:

„Með því, að nú er að þinglausnum komið, þykir deildinni ekki rjett að láta þetta mál fara lengra, en lítur svo á, að stjórnin geti síður útvegað sjer með bráðabirgðalögum heimild þá, er frv. fer fram á, ef hún telur knýjandi nauðsyn bera til, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá.“

Með þessari dagskrá getur stjórnin altaf beitt bráðabirgðalögum.