28.02.1920
Neðri deild: 19. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í C-deild Alþingistíðinda. (937)

57. mál, peningamálanefnd

Jakob Möller:

Mjer finst hafa orðið enn þá minna úr þessu skeyti hv. flm. (J. A. J.) en jeg hafði í það lagt af misskilningi, svo að þessi misskilningur, sem jeg gerði mig sekan í, gerir hvorki til nje frá, því að eftir því, sem hann upplýsti, lítur út fyrir, að ekki mundi þurfa annað en einhverjar lítils háttar aðgerðir frá stjórninni, til þess að menn geti fengið að ráðstafa inneignum sínum í dönskum bönkum eftir vild sinni, en þá er nefndin líka óþörf, því að stjórnin getur þá blátt áfram ráðfært sig við verslunarráðið um, hvort ráðstafa megi umræddum peningum eins og eigandinn vill eða ekki.