11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 931 í B-deild Alþingistíðinda. (1024)

20. mál, afstaða foreldra til skilgetinna barna

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Það er hið sama að segja um þetta frv. og hin tvö sifjafrumvörpin. Hefir það fengið að öllu sama undirbúning. Lárus H. Bjarnason hefir samið það, og í Ed. hefir það verið athugað af allsherjarnefnd mjög rækilega. Gerði nefndin við það nokkrar orðabreytingar, en enga efnisbreytingu, og hefir allsherjarnefnd Nd. fallist að öllu leyti á þær.

Leggur nefndin til, að frv. verði samþ. óbreytt og telur það, í sambandi við hin frv., mikilsverða rjettarbót.