06.04.1921
Neðri deild: 36. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 969 í B-deild Alþingistíðinda. (1070)

3. mál, fasteignaskattur

Forseti (B. Sv.):

Háttv. þm. Borgf. (P. O.) hefir óskað þess, að fyrst yrði borin undir atkv. vatill. á þskj. 214, en þareð það er á móti þingvenju að bera breytingartillögur upp í annari röð en þær eiga heima við greinir frumvarpsins, — þó að ekki sje það beint bannað í þingsköpum, og mundi auk þess geta leitt óþægilegan dilk á eftir sjer, — þá sje jeg eigi fært að verða við beiðni háttv. þm.