11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1003 í B-deild Alþingistíðinda. (1097)

3. mál, fasteignaskattur

Frsm. (Magnús Kristjánsson):

Þetta frv. hefir tekið nokkrum breytingum í hv. Ed., og hefir fjhn. Nd. haft þær til athugunar og ekki getað fallist á þær. Brtt. fjhn. eru á þskj. 554. Er 1. brtt. ekki efnisbreyting, heldur aðeins leiðrjetting.

3. brtt. er aftur á móti efnisbreyting. Hv. Ed. hækkaði skattinn af fasteignum upp í 4‰ úr 21/2‰, sem nefndin hafði lagt til. Til málamiðlunar lagði svo nefndin til, að skatturinn yrði 3‰. Hygg jeg, að ef háttv. Ed. getur fallist á þetta, þá muni nást samkomulag. Sje jeg nú ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frekar að sinni.