11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1008 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

3. mál, fasteignaskattur

Þórarinn Jónsson:

Jeg ætla mjer ekki að fara að taka þátt í neinum deilum hjer. Jeg vil aðeins leiðrjetta misskilning hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) á ummælum eins skattanefndarmanns á fundi fjhn. Vitnisburður hans var þveröfugur við það, sem hv. þm. (Jak. M.) segir, því að hann sagði, að skatturinn væri helmingi lægri á eigninni, sem hann nefndi hjer, en jarðeigninni fyrir austan. Annars kemur ekki upp á, hvort skatturinn er hár eða lágur, heldur verður að miða við virðinguna, sem landsnefndin hefir samræmt.

Viðvíkjandi virðingu á húsum í kaupstöðum og sveitum, þá verður að taka tillit til þess, að í kaupstöðum gefa húsin háa leigu, en í sveitum enga. Og þar sem stærri byggingar eru á jörðum, eru þær ómagar.

Þá sagði hæstv. fjrh. (M. G.), að frv. yrði að fara í sameinað þing. ef brtt. fjhn. um að lækka skattinn úr 4‰ niður í 3‰ yrði samþ., vegna þess, að hv. Ed. mundi halda fast við sitt. En mjer er kunnugt um, að þetta er ekki rjett, því að menn í Ed. nefndinni ganga fúslega inn á þetta.