11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1009 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

3. mál, fasteignaskattur

Jakob Möller:

Aðeins örstutt athugasemd út af orðum hv. 2. þm. Húnv. (Þór. J.). Jeg man það alveg greinilega, að sá maður úr fasteignamatsnefnd, sem jeg vitnaði til, sagði, að skatturinn af eign þeirri hjer í bænum, sem hann tók til samanburðar, væri helmingi hærri en af jarðeigninni fyrir austan með húsum og öllu saman. Jeg skil ekki annað en aðrir hv. fjhn.menn muni það líka, eins og jeg. (Þór.J.: Helmingi lægri.). (H. K.: Jeg hygg nú, að hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) hafi rjett fyrir sjer í þessu). Hann tilgreindi fleiri dæmi, sem voru í algerðu samræmi við þetta, helmingi hærri skattur í Reykjavík heldur en fyrir austan. Um mismæli held jeg að varla hafi getað verið að ræða. Hv. 2. þm. Húnv. (Þór. J.) heyrði líka á það rólegur og hreyfði engum mótmælum.