11.05.1921
Efri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (1283)

41. mál, fjárlög 1922

Björn Kristjánsson:

Jeg á eina litla brtt., um að auka þann styrk til læknishjálpar fyrir Kjósarhrepp, sem brtt. hljóðar um, upp í 400 kr. Háttv. frsm. fjvn. (S. H. K.) ljet í ljós, að nefndin væri á móti þessari brtt., því að hún óttaðist, að það kynni að draga dilk á eftir sjer, ef farið yrði út á þá braut. En jeg vil benda á það, að í fjárlögunum muni vera margur styrkur, sem er hærri en þessi og ekki rjettmætari, enda hygg jeg, að ekki þyrfti að óttast nein ill eftirköst, þótt hann yrði hækkaður lítið eitt. Annars skal jeg ekki fara út í neina deilu um þetta, og mun háttv. deild skera úr, hvað hún telur rjettast. Jeg hefi komið fram með aðra till. til vara, um 300 kr., og vænti jeg þess, að háttv. deild samþykki aðrahvora. Ber hjer að líta á það, að þetta hjerað hafði áður sjerstakan lækni, en misti hann svo. Liggur þessi hreppur einna fjarst læknissetri allra hreppa á landinu, svo það má ekki heita að ástæðulausu, að farið er fram á þennan styrk.