06.05.1921
Neðri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1510 í B-deild Alþingistíðinda. (1403)

11. mál, stimpilgjald

1403Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg skal taka það fram, að jeg álít að ekki sje hægt að fela valdsmönnum að gefa eftir af stimpilgjöldum, nema að það sje beint tekið fram í lögunum.

Um fyrirspurn háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) er þess að geta, að ástæðan til þess, að hlutafjelög eiga að greiða tvöfalt stimpilgjald, er sú, að með því að kaupa alla hlutina í fjelaginu, getur einstakur maður orðið eigandi fasteignar, án þess að afsal þurfi að þinglesa, og ef eins er ástatt um fleiri tegundir fjelaga, sem jeg hefi ekki athugað, þá eiga vitanlega að gilda um þau sömu reglur.