12.05.1921
Neðri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1542 í B-deild Alþingistíðinda. (1444)

45. mál, Sogsfossarnir

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er rjett hjá háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.), að fjelagið ,,Ísland“ sje ekki eitt um vatnsrjettindi í Soginu, heldur mun það aðeins eiga þann hluta, sem hann gat um. Maður hjer í Reykjavík, sem háttv. þm. (J. Þ.) talaði einnig um, á þó nokkuð af þessum vatnsrjéttindum Hann hefir lengst af verið í Kaupmannahöfn, og þess vegna erfitt að ná til hans, en nú mun auðvelt að leita samninga við hann, ef þinginu sýnist svo.

Jeg skil ekki, hvers vegna menn geta ekki fallist á rannsóknina fyr en ákveðið er um umráðarjettinn. Jeg held, að óþarfi sje að blanda því saman. Og jeg held einnig, að ekki verði hægt að taka þessi rjettindi eignarnámi, fyr en ákveðið er hvað með þau skuli gera, en úr því verður rannsóknin að skera.