07.04.1921
Efri deild: 37. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1580 í B-deild Alþingistíðinda. (1478)

1. mál, hlutafélög

Sigurjón Friðjónsson:

Jeg sje ekki, að neitt sje unnið við að láta töluna 3 standa í 4. grein, í stað þess að setja 5. Og líka verður að athuga það, að ef brtt. við 33 gr. yrði samþ., en 3 stæðu óbreyttir í 4. gr., þá mundi af því leiða, að fjelagi yrði að slíta þegar í stað aftur, ef það væri stofnað af þremur, nema því aðeins, að viðbót fengist. Um flutning brtt. við 31. gr. er það að segja, að nefndin ætlaðist til að hún kæmi inn þar sem frsm. sagði. En það varð að samkomulagi hjá mjer og skrifstofustjóra að setja hana á eftir greininni, þareð okkur fanst hún koma ólögulega við inni í miðri gr. Annars skiftir þetta ekki miklu máli.