11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1602 í B-deild Alþingistíðinda. (1501)

1. mál, hlutafélög

Jakob Möller:

Jeg vildi spyrjast fyrir um það, eða vekja athygli á því, hvernig skilja beri ákvæðið um fimtunginn. Er það svo, að enginn megi eiga meira en einn fimta, eða ekki fara með meira en einn fimta. Ef það fyrra er tilfellið, er það athugavert og hömlur á menn, en ef það síðara er, þá er það þýðingarlaust. Það skiftir löggjöfina ekki miklu, en má takmarka slíkt í lögum einstakra fjelaga. En rjettast virðist, að þeir ráði mestu í fjelögunum, sem mest eiga undir því, að þau fari vel.