13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1604 í B-deild Alþingistíðinda. (1503)

1. mál, hlutafélög

Jón Þorláksson:

Jeg á hjer 2 brtt., sem mjer þykir ekki þörf að orðlengja um, því að efni þeirra var rætt hjer við 2. umr.

Jeg vona, að hæstv. forseti lofi fyrri brtt. að koma til atkvæða, þó að hún sje lík till., sem feld var hjer við 2. umr., er enda orðalagið talsvert annað, því að eftir brtt. minni þarf fjelagsstjórninni að vera vitanlegt, að skírteinið eða hlutabrjefið hafi eyðilagst.

Hin brtt. er miðlunartillaga, sem fer fram á það, að hverju hlutafjelagi sje heimilt, ef því þykir ástæða til, að takmarka í samþyktum sínum, hvað menn megi fara með mikinn hluta samanlagðra atkvæða.

Brtt. háttv. þm. Str. (M. P.) fer nokkuð lengra en mín till., og er því til bóta.