13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1607 í B-deild Alþingistíðinda. (1510)

1. mál, hlutafélög

1510Magnús Pjetursson:

Örstutt athugasemd út af ummælum háttvirts frsm. (E. Þ). Hann sagði, að brtt. mín væri óeðlileg. En það er einmitt hið gagnstæða. Það er óeðlilegt af nefndinni að vilja takmarka umráðarjett hluthafa á því fjármagni, sem þeir eiga í fjelaginu. Mennirnir eiga að hafa fullan umráðarjett yfir því að rjettum lögum, og slíkar staðleysur sem þessar skapa aðeins lögbrjóta.