18.05.1921
Efri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1610 í B-deild Alþingistíðinda. (1515)

1. mál, hlutafélög

Halldór Steinsson:

Jeg verð að segja það, að jeg felli mig betur við frv. eins að það kemur frá hv. Nd. en eins og það var samþykt hjeðan úr háttv. deild. Jeg legg minna upp úr því, hvort 24. gr. er látin standa eða ekki, en mjer finst 31. gr. eins og Nd. hefir breytt henni aðgengilegri. Það virðist vera nægilega strangt ákvæði, að enginn hluthafi megi fara með meira en einn þriðja atkvæða á fundum fjelaganna. Hinsvegar verður að gæta allrar varúðar í því að hafa ekki þessi ákvæði mjög ströng, því að slíkt gæti orðið til þess að fyrirbyggja sölu hlutabrjefa, sjerstaklega ef um útlendan markað væri að ræða.

Jeg hygg því, að ráðlegast sje að flækja eigi máli þessu í sameinað þing, með því að aðhyllast brtt. nefndarinnar, heldur samþykkja frv. eins og það liggur fyrir frá Nd.