20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1613 í B-deild Alþingistíðinda. (1523)

1. mál, hlutafélög

Jakob Möller:

Það er þessi sami rökstuðningur, sem er svo kunnur orðinn nú á þessu þingi, að engu megi hleypa í sameinað þing. En jeg mótmæli því, að slík grýla eigi nokkru máli að skifta eða hafa áhrif á atkvæði háttv. þdm. Háttv. deild á að samþykkja málið eins og hún álítur að best fari. Slíkar mótbárur sem þær, er nú hafa verið fram bornar, eru og lítt sæmandi Alþingi. Þess vegna beini jeg því enn til hæstv. forseta, að hann verði við ósk minni og leiti afbrigða. (M. P.: Það er ofbeldi, ef deildin leyfir ekki að afbrigði verði veitt).