20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1631 í B-deild Alþingistíðinda. (1542)

1. mál, hlutafélög

Hákon Kristófersson:

Jeg skal ekki lengja umræðumar. En jeg við aðeins mótmæla ummælum háttv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) um Eimskipafjelagið í þessu sambandi, þar sem hann sagði, að hag almennings væri svo best borgið, að hlutafjelögin græddu sem mest. En það ætti hver maður að sjá, að hag almennings er ekki best borgið með því, að Eimskipafjelagið græði sem mest, enda hefir því aldrei verið ætlað að vera okurstofnun.