12.03.1921
Neðri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1653 í B-deild Alþingistíðinda. (1615)

81. mál, sala á Upsum

Forsætisráðherra (J. M.):

Það eru ekki nein lög til, er heimila að selja kirkjujarðir eða þjóðeignir á þennan hátt, og þess vegna er þetta frv. fram komið.

Jeg hefi ávalt verið því fylgjandi, að bæjarfjelög og kauptún fengju keyptar þær kirkjujarðir eða þjóðeignir, sem þeim væru nauðsynlegar, og get jeg þess vegna fyrir mitt leyti mælt með frv.

En jeg verð þó að láta þess getið, að jeg sje ekki neina ástæðu til þess, að frv. fari í landbúnaðarnefnd, eða fari yfir höfuð til neinnar nefndar. Það yrði aðeins til að tefja fyrir því, að láta það fara í nefnd, og vildi jeg skjóta því til háttv. flm. (St. St.), hvort honum sýnist ekki að láta það ganga bara beint fram.