06.04.1921
Neðri deild: 36. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1659 í B-deild Alþingistíðinda. (1637)

81. mál, sala á Upsum

Jón Baldvinsson:

Þar sem háttv. flm. (St. St.) hefir upplýst um það, að jörð þessi muni aldrei verða seld einstökum mönnum, sje jeg ekki hvers vegna það ætti að skaða, þó að ákvæði þetta yrði sett inn í frv., áður en það er afgreitt hjeðan frá deildinni, og vil jeg enn skjóta því til hæstv. forseta, hvort það sje ekki hægt að fara þá leið, sem jeg benti á áðan.