17.03.1921
Efri deild: 25. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í B-deild Alþingistíðinda. (166)

16. mál, sala á hrossum

Frsm. (Sigurður Jónsson):

Jeg ætla ekki að eyða löngum tíma í að tala um þetta mál. Bæði er það, að ýmsir óska eftir að fundur verði sem fyrst búinn, og svo er hitt, að málið liggur ljóst fyrir. Málið kom frá landbn. Nd., og fylgir því ítarlegt nefndarálit. Landbúnaðarnefnd Ed. hefir fallist á frv. og leggur til, að það verði samþ. breytingarlaust. Jeg verð þó að minnast á 2 atriði. Eins og nú er ástatt, þá vil jeg ekki gefa yfirlýsingu um, að jeg greiði atkvæði með einkasölufrv. yfirleitt, sem fram kunna að koma. Þykir mjer varlegra að taka þetta fram strax. Í öðru lagi, að það hefir legið orð á því, að of mikill kostnaður hafi fallið á þessa verslun innanlands. En ef til vill verður tækifæri til að minnast á það síðar. Óska jeg svo, að frv. gangi hröðum fetum gegn um deildina.