07.03.1921
Neðri deild: 16. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1669 í B-deild Alþingistíðinda. (1661)

65. mál, biskupskosning

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hefi ekkert við það að athuga, að þetta frv. er hjer fram komið. Geri ráð fyrir, að stjórnin mundi hafa lagt svipað frv. fyrir þingið innan skamms. En háttv. þm. N.-Ísf. (S. StJ hefir orðið fyrri til. Jeg held það sje rjett, að málið fari í nefnd, sökum þess, að synodus hefir lagt til, að viðhöfð væri önnur kosningaaðferð. Annars er ekki ástæða til að ræða um málið nú. Jeg þykist vita, að háttv. deild muni taka frv. vel.

Jeg vil þó aðeins benda þeirri háttv. nefnd, sem um málið kann að fjalla, á það, að ef guðfræðikennurum háskólans er veitt hlutdeild í biskupskosningunni, þá hafa þau atkvæði auðvitað því meira gildi, sem færri prestar kjósa, en ef allir prestar landsins kjósa, þá verða atkvæði guðfræðikennaranna mjög áhrifalítil. En jeg fyrir mitt leyti tel ekki órjett, að þeir hafi allmikinn atkvæðisrjett um þetta mál.

Jeg legg til, að frv. fari í allsherjarnefnd. enda er flm. (S. St.) í henni, þótt hins vegar geti hugsast, að slíkt frv. gæti farið til mentamálanefndar.