18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1680 í B-deild Alþingistíðinda. (1674)

65. mál, biskupskosning

Pjetur Ottesen:

Það er aðeins örstutt athugasemd út af orðum háttv. 4. þm. Reykv. (M. J.). Þar sem það liggur ekki fyrir nú að ræða um það, hvað mæli með því og móti að afnema biskupsembættið, þá hefði þessi háttv. þingmaður getað alveg sparað sjer það, sem hann sagði um það. En verðum við hjer báðir, þegar það mál kemur til kasta þingsins, skal jeg fúslega eiga orðastað um það við þingmanninn, en þangað til getur hann talað við sjálfan sig um það fyrir mjer.