29.03.1921
Neðri deild: 29. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1693 í B-deild Alþingistíðinda. (1714)

78. mál, sala á landspildu

Fjármálaráðherra (M. G.):

Þar sem hæstv. forsrh. (J. M.) er ekki viðstaddur, skal jeg taka það fram fyrir mitt leyti, að ætti jeg að afgreiða þetta mál, mundi jeg ekki telja mjer það heimilt samkv. frv. að setja í afsalsbrjefið athugasemd þá, sem háttv. 2. þm. Reykv. (J. B.) óskaði eftir. Háttv. þm. (J. B.) hefði því átt að koma með brtt. um þetta. Að öðru leyti get jeg vísað til þess, sem háttv. 2. þm. Húnv. (Þór. J.) sagði um staðhætti norður þar, og tel enga hættu á, að land þetta verði selt einstökum mönnum, nema þá á erfðafestu, sem jeg sje ekkert athugavert við.