02.03.1921
Efri deild: 12. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (1729)

59. mál, sóknargjöld

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Frv. þetta, sem fjárhagsnefnd flytur, er svo stutt og óbrotið, að jeg þarf fátt að taka fram annað en það, sem stendur í greinargerðinni. Nefndin telur rjett að hraða málinu, svo að frv. geti sem fyrst orðið að lögum og hægt verði að innheimta þetta ársgjald samkvæmt þeim. Hitt frv. um sama efni, sem til nefndarinnar var vísað, telur nefndin óaðgengilegt, að öðru leyti en því, sem tekið er upp í þetta frv. um hækkun á sóknargjaldi til kirkna.