02.03.1921
Efri deild: 12. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1705 í B-deild Alþingistíðinda. (1740)

59. mál, sóknargjöld

Forsætisráðherra (J. M.):

Út af því, sem háttv. 3. landskjörinn þm. (S. J.) sagði, vil jeg geta þess, að eftir vitni biskups hafa borist óskir um að hækka kirkjugjaldið með lögum. Telja menn það þægilegra en að þurfa að leita til safnaðarfundar í hvert sinn. Þessar óskir munu hafa komið frá synodus og hjeraðs- og safnaðarfundum.