04.03.1921
Efri deild: 14. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1707 í B-deild Alþingistíðinda. (1746)

59. mál, sóknargjöld

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg hygg, að það hafi vakað fyrir háttv. fjhn. að fá þessum kirkjugjöldum breytt, sökum þess, að þau hafi verið of lágt sett í upphafi. Þar sem svo hefir við bæst verðfall peninga, þá hafa sóknarnefndir orðið knúðar til þess að leita samþykkis safnaðafunda til að hækka gjöldin árlega. Af þessum ástæðum tel jeg rjettara, að lögákveðið sje nokkuð hærra gjald til kirkna en það er nú, til þess að losa sóknarnefndir við þessi umsvif, sem nú verður ekki komist hjá. Væri svo ekki, mundi jeg manna síst mæla með hækkun á þessum gjöldum.